Áhöfn Baldurs sagt upp

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur.

Allri áhöfn Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, alls 14 manns, hefur verið sagt upp í sparnaðarskyni. Siglingar ferjunnar eru niðurgreiddar níu mánuði ársins, utan sumartímans, og mun koma í ljós hversu margir verða endurráðnir þegar vetraráætlun liggur fyrir, að sögn Péturs Ágústssonar, skipstjóra Baldurs og framkvæmdastjóra Sæferða, sem gera ferjuna út.

Yfir vetrartímann siglir Baldur eina ferð daglega og segir Pétur aðspurður það ekki mundu koma sér á óvart ef ein eða tvær ferðir um helgar yrðu felldar niður. Það myndi hafa minnst áhrif á atvinnulífið.

Samningurinn endurskoðaður

„Ástæðan er sú að við höfum verið með samning um vetrarsiglingar yfir Breiðafjörð á ferjunni sem rennur út um áramótin. Nú stefnir hins vegar í fækkun ferða en hve mikil hún verður er óljóst ennþá,“ segir Pétur, sem væntir þess að ný áætlun liggi fyrir um miðjan október. Hægt sé að reka skipið með einfaldri, sjö manna áhöfn, án vakta. baldura@mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert