Háskalegar skattahækkanir

Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní síðastliðinn.
Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní síðastliðinn.

Mjög háskalegt er að hækka álögur á minnkandi skattstofna, eins og gert er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í morgun. Þar er skorið niður um 43 milljarða króna frá fyrri fjárlögum, en skattar eru hins vegar hækkaðir sem nemur 61 milljarði króna.

Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur áform um mikla auðlindaskatta hins vegar stórt strik í reikning framkvæmda við orkufrekan iðnað.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir að vandinn í ríkisfjármálum sé gríðarlega mikill og fjárlögin beri svip af því. Hins vegar virðist frumvarpið við fyrstu sýn ekki ganga á svig við stöðugleikasáttmálann, sem ríkisstjórnin gerði við aðila vinnumarkaðarins.

Fjárlagahallinn sem sé áætlaður 2010 sé í takt við það sem rætt hafi verið um við gerð sáttmálans. Þá sé hlutfallslega minnst skorið niður í viðkvæmustu málaflokkunum, heilbrigðis-, félags- og menntamálum.

Viðskiptaráð Íslands segir það með ölu ótækt að jafnmáttlítil skref séu stigin í átt til niðurskurðar og aðhalds, eins og raun beri vitni í frumvarpinu. Frekari skattpíning sé hins vegar skammgóður vermir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert