Óskar eftir fundi í heilbrigðisnefnd

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson Ómar Óskarsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur farið fram á það við formann heilbrigðisnefndar að nefndin hittist sem fyrst og ræði fjárlagatillögur ríkisstjórnarinnar. Það er augljóst að tillögur ráðherra munu stórskaða þá heilbrigðisþjónustu sem að við íslendingar höfum byggt upp á undanförnum áratugum, að því er segir í tilkynningu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert