Hreyfing á Icesave

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ræddi við blaðamenn í stutta …
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ræddi við blaðamenn í stutta stund eftir ríkisstjórnarfund. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun vonast til að á allra næstu dögum komi í ljós hvort ásættanleg niðurstaða sé í sjónmáli vegna Icesave-málsins. Hann segir hreyfingu á hlutunum og samskipti milli íslenskra stjórnvalda og Hollendinga og Breta í framhaldi af fundum í Tyrklandi.

Steingrímur sagðist ekki geta dagsett hvenær nýtt frumvarp um Icesave verði lagt fyrir Alþingi. „En að því tilskyldu að sú ásættanlega og frambærilega niðurstaða fáist sem við erum að berjast fyrir þá mun það gerast í beinu framhaldi," sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert