Þarf ekki að taka öll lánin

Már Guðmundsson.
Már Guðmundsson.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að íslenska ríkið þurfi ekki nauðsynlega á öllum þeim erlendu lánum að halda sem eru í boði. Það myndi lækka skuldastöðu ríkisins um hundruð milljarða og minnka vaxtakostnað verulega ef einungis hluti lánanna yrði þeginn.

Ef öll þau lán, sem nú er verið að ræða um, fást nema þau 5,1 milljarði bandaríkjadala eða um 637 milljörðum íslenskra króna. Már sagði að þetta væri meira en Íslendingar þurfi á að halda. Sagðist hann hafa orðið þessa áskynja eftir að hann kom í embætti og nefnt þetta á fundum.

Már sagði skuldastöðu ríkisins minnka um hundruð milljarða króna ef aðeins séu tekin nauðsynlegustu lán. Þá myndi mikið fé sparast sem ella færi í þungar vaxtagreiðslur af lánunum. Hversu mikið sparist sé ekki hægt að segja til um að svo stöddu.

Fram kom einnig hjá Má, að lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og norrænu ríkjunum séu þannig hönnuð að hægt sé að ákveða viðhverja útborgun að taka minna lán og þá sé hægt að greiða lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til baka fyrr en áætlun segir til um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert