Geta kannski selt eignir Landsbankans fyrr en ella

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þingsal.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þingsal. Eggert Jóhannesson

„Ég fer að halda að þingmaðurinn eigi erfitt með að gleðjast yfir góðum fréttum. Ég hefði talið að það hlytu að vera góðar fréttir að nú meti menn það þannig að hið almenna eignasafn er nú metið 90 milljörðum verðmætara en það var snemmsumars,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um eignasafn Landsbankans, í svari við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag.

„Þetta gæti líka þýtt að aðstæður verði fyrr hagstæðar en áður var talið, til þess að selja þessar eignir og setja andvirðið í greiðslu Icesave skuldbindinganna,“ sagði Steingrímur.

Bjarni spurði ráðherrann hvort hann teldi það skipta miklu máli að 90% fengjust upp í eignirnar, þegar ljóst væri að aðalkostnaður ríkisins vegna Icesave málsins yrðu vaxtakostnaður vegna lána í samhengi við það mál. „Svarið við spurningunni er auðvitað já. Auðvitað skiptir það máli að sem minnst standi eftir af höfuðstólnum,“ sagði Steingrímur.Ákveðið hefði verið að láta eignirnar borga niður skuldbindingarnar en að ríkið myndi ábyrgjast það sem eftir stæði.

Bjarni spurði Steingrím einnig hvers vegna uppgjör á milli nýja Landsbankans við skilanefnd þess gamla væri tiltekin í erlendri mynt. Svaraði Steingrímur því til að það þjónaði best hagsmunum beggja aðila og drægi úr gjaldeyrisáhættu sem annars hefði þurft að sjá fyrir með öðrum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert