Rekja slóð innlánanna

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra haf aákveðið að efna til fundar innan skamms, með yfirvöldum og skilanefnd Landsbankans til að fara yfir það hvar það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana hefur endað.

Þetta kom fram í svari Steingríms við fyrirspurn Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, um það hvað væri verið að gera í því máli. Vitnaði hann í 8. grein laganna um ríkisábyrgð vegna Icesave, þar sem segir að ríkisstjórnin skuli fyrir 15. október hafa frumkvæði að samstarfi við aðila í Bretlandi, Hollandi, hjá ESB og á fleiri stöðum, til að rekja hvert innistæðurnar voru fluttar.

Steingrímur lýsti því að samstarf hefði verið aukið á milli sérstaks saksóknara við hliðstæðar stofnanir þar í landi og ætlunin væri að tryggja að samstarf þeirra aðila yrði eins hjálplegt og kostur væri. Þá yrði reynt að aðstoða skilanefnd Landsbankans með því að greiða götu samstarfs hennar við yfirvöld í öðrum löndum, ekki síst í Lúxemborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert