Búið að slökkva eld

Eldurinn logaði á salerni bensínstöðvarinnar.
Eldurinn logaði á salerni bensínstöðvarinnar. mbl.is/Júlíus

Búið er að slökkva eld sem kviknaði inni í verslun bensínstöðvar N1 við Ártúnshöfða. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er búið að slökkva eldinn, sem var bundinn við salerni í húsnæðinu. Um er að ræða bensínstöð N1 sem er sunnan megin við Vesturlandsveg. Engan hefur sakað.

Slökkvilið var með mikinn viðbúnað og voru tvær stöðvar sendar á staðinn. Í ljós kom að eldurinn var minni en talið var í fyrstu og var því önnur stöðin afturkölluð. Kveikt var í rusli á salerninu.

Unnið er að því að reykræsta verslunina. 

Slökkviliðið er að reykræsta hjá N1
Slökkviliðið er að reykræsta hjá N1 mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert