Skólabúðir vel sóttar eftir stutta lægð

Reykjaskóli
Reykjaskóli Karl B. Örvarsson

Nánast er fullbókað út veturinn í skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði þar sem grunnskólanemendum gefst kostur á að dvelja í viku í senn við óhefðbundið skólastarf.

Nokkuð dró úr umsóknum í fyrravetur, fyrstu mánuðina eftir að kreppan skall á, en að sögn Karls B. Örvarssonar, sem rekur Reykjaskóla ásamt Halldóru Árnadóttur konu sinni, hefur aðsóknin glæðst að nýju og nú er svo komið að nánast öll pláss vetrarins eru fullbókuð.

Karl segir gleðiefni að þrátt fyrir niðurskurð í skólakerfinu reyni skólar allt hvað þeir geti að halda ferðum sem þessum inni í skólastarfinu.

„Hér er ekki sjónvarp, ekki farsímar, net eða blöð. Hér eru krakkarnir á sínum eigin forsendum og fá að hvíla sig á þessu áreiti í samfélaginu og efla með sér vináttu og væntumþykju.“

Til að bregðast við þrengri kjörum hefur í mörgum skólum verið gripið til þess ráðs að hefja söfnunarstarf til að kosta ferðina í skólabúðirnar, til dæmis með tombólum, skemmtikvöldum og sölu klósettpappírs. Þetta hefur víða gefist mjög vel og verið hvatning fyrir skólabörnin.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert