Eva Joly nýtur mikils trausts

Eva Joly
Eva Joly Ómar Óskarsson

Ráðgjafi embættis sérstaks saksóknara, Eva Joly, nýtur mikils trausts almennings hér á landi ef marka má nýja könnun MMR. Tveir þriðju hlutar svarenda sögðust bera mikið traust til Joly vegna rannsóknar á refsiverðri háttsemi í tengslum við bankahrunið. Embættið virðist njóta töluvert meira trausts en rannsóknarnefnd Alþingis.

Meirihluti svarenda eða 52,8% kváðust bera mikið til sérstaks saksóknara sem eru 3,5 sinnum fleiri en segjast bera lítið traust til hans. Fjöldi þeirra sem bera mikið traust til Ríkissaksóknara er aftur á móti nokkuð lægri, eða 35,7%. Það er þó nokkra meira en til embættis ríkissaksóknara en aðeins 26,2% bera mikið traust til þess.

Nokkra athygli vekur að Rannsóknarnefnd Alþingis mælist hafa lítið traust miðað við sérstakan saksóknara en 27,1% segjast bera mikið traust til hennar.

Úrtak MMR var einstaklingar á aldrinum 18-67 ára, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Um var að ræða 968 einstaklingar og tóku 97,1% afstöðu til málsins.

Könnun MMR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert