Ísland ekki lengur í fyrsta sæti

Öll Norðurlöndin, fyrir utan Ísland eru í efsta sæti yfir …
Öll Norðurlöndin, fyrir utan Ísland eru í efsta sæti yfir þau ríki þar sem fjölmiðlafrelsi er mest í heiminum Reuters

Ísland er í níunda sæti lista Fréttamanna án landamæra hvað varðar frelsi fjölmiðla og er þar með eina Norðurlandið sem ekki er í efsta sæti listans. Í fyrsta til fimmta sæti listans eru Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Írland. Ísland var í fyrsta sæti listans í fyrra og árið þar á undan. Noregur er eina ríkið sem haldið hefur efsta sætinu á þessum árum. 

Í sjötta sæti er Eistland, Holland er í því sjöunda  ásamt Sviss. Litháen kemur á eftir Íslandi í tíunda sæti en Bandaríkin eru í því tuttugasta. Kemur fram á vef samtakanna að það sé Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sem eigi heiðurinn að koma Bandaríkjunum aftur inn á listann yfir þau tuttugu ríki þar sem frelsið er mest. Erítrea er í neðsta sæti listans, númer 175 en Norður Kórea er í sæti 174.

Sjá nánar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert