Pósturinn í samstarf við Landsbankann á Seyðisfirði

Pósturinn mun hefja samstarf við Landsbankann.
Pósturinn mun hefja samstarf við Landsbankann.

Pósthús Póstsins, sem hefur verið til húsa að Hafnargötu 4 á Seyðisfirði, flytur fimmtudaginn 22.október. Pósturinn mun framvegis verða í samstarfi við Landsbankann að Hafnargötu 2.

Samkvæmt upplýsingum frá Póstinum verður engin breyting á þjónustu við viðskiptavini vegna samstarfsins.

Póstafgreiðslan í Landsbankanum opnar kl.12:30 fimmtudaginn 22. október og er afgreiðslutími á nýjum stað frá kl. 12:30 til kl. 16 alla virka daga.

Fram kemur á vef Póstsins að fyrirtækið sé í samstarfi við önnur fyrirtæki eins og Landsbankann, Sparisjóði og Kaupfélög víða um land. Þetta fyrirkomulag gangi vel fyrir sig, bæði fyrir fyrirtækið sjálft og fyrir viðskiptavini. Lögð sé mikil áhersla á að ekki verði breyting á þjónustu gagnvart viðskiptavinum þegar Pósturinn fari í samstarf um póstafgreiðslur.

Í júní síðastliðnum hafi m.a. orðið breyting á póstþjónustu á Grundarfirði og sé póstafgreiðslan þar einnig í Landsbankanum og gengi mjög vel.
Pósturinn og Landsbankinn verði því í samstarfi á 7 stöðum um landið. Staðirnir séu Þorlákshöfn, Grundarfjörður, Skagaströnd, Vopnafjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarförður og núna Seyðisfjörður.

Heimasíða Póstsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert