Julio er tvöfaldur Íslandsmeistari

Julio Cesar Guiterrez var ekki með nein vettlingatök við rúninginn. …
Julio Cesar Guiterrez var ekki með nein vettlingatök við rúninginn. Hann sigraði aftur á Íslandsmeistaramótinu um helgina. Mynd / hvalfjardarsveit.is

Julio Cesar Guiterrez, bóndi á Hávarsstöðum í Hvalfjarðarsveit varði nú um helgina Íslandsmeistaratitil sinn í rúningi. Keppnin fór fram á haustfagnaði í Dölunum, þar sem fjölbreytt dagskrá var í boði.

Keppnin var álitin harðari en í fyrra og því þurfti Julio að spýta í lófana. Hann lauk verkinu á skömmum tíma með einstöku handbragði. Á vef Hvalfjarðarsveitar er sagt nánar frá afrekinu og greinilegt að hans heimafólk er að rifna úr stolti yfir kappanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert