Stálu heitu vatni

Tveir sumarbústaðeigendur voru í síðustu viku kærðir fyrir meintan þjófnað á heitu vatni með því að rjúfa innsigli á inntaksloka og hafa aukið rennsli inn í húsin. 

Að sögn lögreglunnar á Selfossi höfðu húseigendurnir keypt ákveðinn skammt af vatni sem líklega sé í sumum tilvikum knappt þegar notast á við vatnið í heita pottinn auk upphitunar hússins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert