Breyttur hagvaxtarfyrirvari getur valdið hærri greiðslum

Icesave
Icesave

Breytingin kann að virka lítil við fyrstu sýn, en getur verið afdrifarík. Áður var gert ráð fyrir að uppsöfnuð greiðslubyrði Tryggingasjóðs innstæðueigenda tæki mið af uppsöfnuðum hagvexti á samningstímanum. Nú er hins vegar miðað við að greiðslubyrði hvers árs eftir 2015 taki mið af þessum uppsafnaða hagvexti.

Þegar hugsanleg greiðslubyrði hvers árs er reiknuð er annars vegar skoðuð landsframleiðsla árið 2008 og hins vegar landsframleiðsla á greiðslutíma hverju sinni. Mismunurinn ræður því hve háa fjárhæð Íslendingar þurfa að greiða.

Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að uppsafnaður hagvöxtur árin 2009-2015 verði á bilinu 8-14%.

Ef menn gefa sér að bjartsýnisspáin rætist og uppsafnaður hagvöxtur til ársins 2015 verði 14%, en hagvöxtur verði hins vegar enginn næstu fimm árin á eftir, breytir það engu um útreiknaða greiðslubyrði, heldur mun hún ávallt taka mið af þessum 14% mun sem er á landsframleiðslu árið 2008 og þeirri landsframleiðslu sem er á hverjum greiðsludegi fyrir sig eftir árið 2015.

Fyrirvarinn, sem Alþingi hafði áður sett í lög, fól í sér að tekið var tillit til hugsanlegra stöðnunartímabila. Nú er staðan hins vegar sú að svo lengi sem einhver uppsafnaður hagvöxtur er fyrir hendi gætu Íslendingar þurft að greiða af láninu.

Er miðað við landsframleiðslu umreiknaða í evrur og pund. Styrkist krónan á samningstímanum eykst umreiknuð landsframleiðsla Íslands og þar með greiðslubyrðin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert