Fangahúsið fylltist

Fangageymslur í Reykjanesbæ fylltust í nótt. Myndin er úr fangaklefa …
Fangageymslur í Reykjanesbæ fylltust í nótt. Myndin er úr fangaklefa á Akureyri. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson

Lögreglan á Suðurnesjum varð að fá inni fyrir fanga í fangageymslu í Grindavík í nótt vegna þess að ekki var pláss í fangahúsinu í Reykjanesbæ. Þar eru nú tveir í gæsluvarðhaldi og aðrir voru settir inn fyrir fyllerí og fleira.

Einn sem hvergi átti höfði sínu að halla leitaði á náðir lögreglunnar og bað um gistingu í nótt. Í fangahúsinu í Reykjanesbæ er pláss fyrir sex fanga. Einn fangaklefinn var ónothæfur og því minna pláss en ella.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert