Staðan hefur lagast

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins á fundi.
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins á fundi. mbl.is/Heiðar

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að staðan í viðræðum við stjórnvöld um áframhald stöðugleikasáttmálann hefðu lagast í dag og meiri líkur en minni væru nú á að kjarasamningar héldu gildi sínu og sömuleiðis stöðugleikasáttmálinn.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins Íslands, tók undir með Vilhjálmi að aðilar hefðu komist nær hvor öðrum síðdegis. Ekki hefði ríkt mikil bjartsýni í gærkvöldi og morgun en staðan hefði breyst í dag.

Vilhjálmur sagði, að málið snérist um að fá nægar fjárfestingar á næsta ári til að komast út úr kreppunni og það væru raunar þær forsendur, sem ríkisstjórnin hefði sjálf gefið sér fyrir fjárlögum næsta árs.

Fari svo að Samtök atvinnulífsins ákveði fyrir miðnætti að  framlengja ekki kjarasamninga við ASÍ verða samningar lausir frá og með 1. nóvember og hvert og eitt stéttarfélag þarf að nýju að taka ákvörðun um hvort forysta ASÍ skuli aftur fá umboð til að semja fyrir þeirra hönd. Gæti þá farið svo að hvert stéttarfélag yrði sjálfu sér næst og kjarabaráttan færi mjög harðnandi á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert