Allt að 300% hækkun sekta

Stöðumælasektir munu hækka umtalsvert á næstunni. Mest nemur hækkunin 300 prósentum.


Búist er við að hækkunin taki gildi snemma á nýju ári. Tillagan er bílastæðasjóðs, en eins og við greindum frá í gær er nýting bílastæða í miðborginni mjög góð, og meira að segja yfir 100% á álagstímum. Þegar stæði eru fullnýtt leggja bílar gjarnan upp á gangstétt með viðeigandi truflun fyrir gangandi vegfarendur og aðra að sögn Bjarka Rafns Kristjánssonar rekstrarstjóra Bílastæðasjóðs. Hann segir jafnframt að fælingin í því að fá sekt hafi verið lítil og margir því sætt sig við það og bílar því staðið klukkustundum saman í sama stæðinu. Því hafi orðið að hækka sektirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert