Virkjanir HS Orku veðsettar

Virkjanir HS Orku hafa verið veðsettar.
Virkjanir HS Orku hafa verið veðsettar. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Virkjanir HS Orku á Reykjanesi og við Svartsengi hafa verið settar að veði fyrir lánum HS Orku. Þetta er hluti samninga sem nú er unnið að við lánadrottna fyrirtækisins og er á lokastigi, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.

Orkusölusamningar og mögulegar tekjur af þeim eru einnig sett að veði. Þegar samningarnir liggja endanlega fyrir verður helsta skilyrðinu fyrir kaupum Magma á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku fullnægt.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði að ef samkomulag hefði ekki náðst hefðu lánardrottnar getað gjaldfellt lán til HS Orku. Lánardrottnar HS Orku eru Evrópski fjárfestingabankinn, Norræni fjárfestingabankinn og Evrópski þróunarbankinn. 

Fréttastofa RÚV sagði að samningsstaða HS Orku hafi verið afar slæm. Skuldastaða fyrirtækisins hafi versnað mjög við fall krónunnar. Ein af afleiðingum þess sé að félagið uppfylli ekki lengur skilyrði í lánasamningum. Þar sé kveðið á um lágmark lánahlutfalls og ýmissa rekstrarhlutfalla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert