Fréttaritarar verðlaunaðir

Margar hættur eru á leiðinni yfir Sólheimajökul. Ragnar Sævar Þorsteinsson …
Margar hættur eru á leiðinni yfir Sólheimajökul. Ragnar Sævar Þorsteinsson gætti þess að féð færi ekki í stóra sprungu á Sólheimajökli. Jónas Erlendsson

Jónas Erlendsson, fréttari Morgunblaðsins á Vík í Mýrdal, hlaut í kvöld fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppni Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins. Jónas hreppti verðlaunin fyrir mynd sína Á sprungusvæði sem sýnir smalamennsku á hættulegu sprungusvæði Sólheimajökuls.

Auk Jónasar hlutu viðurkenningu þeir Alfons Finnsson ljósmyndari á Ólafsvík, Atli Vigfússon fréttaritar á Laxamýri , Andrés Skúlason  á Djúpavogi, Sigurður Sigmundsson á Flúðum og Hafþór Hreiðarsson á Húsavík.

Yfirskrift ljósmyndasamkeppninnar er Af lífi og sál og vísar heitið til áhuga ljósmyndaranna og viðfangsefnis þeirra sem er líf og starf fólksins á landsbyggðinni. Ljósmyndakeppnin tók til mynda sem teknar voru á síðasta ári.

Þórður Ívarsson fór með páfagaukinn sinn, Maggý, í Hraunsrétt í …
Þórður Ívarsson fór með páfagaukinn sinn, Maggý, í Hraunsrétt í Aðaldal til að reyna að bæta við kunnáttuna, kenna honum að jarma. Fjöldi fólks safnaðist að kennslunni sem gekk ágætlega og skilaði ýmsum hljóðum þótt jarmið væri með undarlegu lagi. Atli Vigfússon
Börnin í sveitinni lifa sig inn í sauðburðinn. Gaman er …
Börnin í sveitinni lifa sig inn í sauðburðinn. Gaman er að fylgjast með lömbunum stíga fyrstu skrefin. Anna María Magnúsdóttir í Haukholtum í Hrunamannahreppi fékk að halda á fallegu lambi. Sigurður Sigmundsson
Sekkjapípuleikur hljómaði um Djúpavog nærri heilan dag í júní. Skoskt …
Sekkjapípuleikur hljómaði um Djúpavog nærri heilan dag í júní. Skoskt skemmtiferðaskip kom þar við og skemmti sekkjapípuleikarinn gestum á meðan þeir voru selfluttir í land og aftur til baka. Bæjarbúar nutu góðs af. Andrés Skúlason
Fálkinn herjar sífellt meira á Húsavík sem er í nágrenni …
Fálkinn herjar sífellt meira á Húsavík sem er í nágrenni aðalútbreiðslusvæðis hans. Þar nær hann sér í endur og sjófugla og hefur nóg að bíta og brenna. Gott útsýni er yfir mannlífið og fuglalífið af ljósastaurunum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Filippseyingar minnast píslargöngu Krists og krossfestingar eins og aðrir kristnir …
Filippseyingar minnast píslargöngu Krists og krossfestingar eins og aðrir kristnir menn á föstudaginnlanga. Sumir strangtrúaðir ganga svo langt að láta festa sig á kross og húðstrýkja sig til að bæta fyrir syndirnar. mbl.is/Alfons Finnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert