Kroll vinnur fyrir skilanefnd og slitastjórn

Glitnir
Glitnir mbl.is/Friðrik Tryggvason

Fjármálarannsóknarfyrirtækið Kroll vinnur að ýmsum verkefnum fyrir bæði skilanefnd og slitastjórn Glitnis. Í frétt Telegraph sem birtist á sunnudag var greint frá því að fyrirtækið hefði nú hafist handa við að rannsaka slóð skuldabréfa upp á samtals 139 milljarða sem kynnt var til sögunnar á kröfuhafafundi Glitnis þann 5.nóvember síðastliðinn.

Fulltrúar skilanefndar bankans hafa þó borið þetta til baka og segja Deloitte vinna að rannsókn málsins. Jafnframt er því haldið fram að skuldabréfin sem um ræðir hafa verið skráð á Bloomberg um langa hríð, sem svarar þó ekki spurningum um hvers vegna viðkomandi bréf voru ekki á bókum bankans og voru fyrst kynnt til sögunnar í síðustu viku.

Fram kom í glærusýningu, sem birt var á kröfuhafafundi Glitnis þann 5. nóvember, að Kroll vinni að fjölda mála fyrir Glitni. Frétt Telegraph, sem birtist í gærkvöld, hermdi að rannsókn Kroll snerist meðal annars um þessi tilteknu skuldabréf.

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir í samtali við Morgunblaðið rétt haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að Kroll rannsaki ekki þetta tiltekna mál. Hins vegar eigi bæði slitastjórn og skilanefnd margvíslegt samstarf við fyrirtækið um ýmis mál tengdum bankanum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert