Nýr fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar

Seltjarnarnes.
Seltjarnarnes. www.mats.is

Birgir Finnbogason framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar hefur verið ráðinn til að gegna stöðu yfirmanns fjármála- og stjórnsýslu hjá ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnum Evrópu).

Birgir lætur af störfum hjá bænum í lok vinunnar og þar sem Birgir lætur af störfum með skömmum fyrirvara og á meðan vinna við fjárhagsáætlun 2010 stendur sem hæst hefur verið ákveðið að ráða Gunnar Lúðvíksson tímabundið í stöðu verkefnastjóra til sex mánaða.

Gunnar kemur til með að sinna fjármálastjórn, starfsmannastjórnun og öðrum tilfallandi verkefnum, að því er segir í tilkynningu.

Gunnar er með kennarapróf, B.Sc. próf í viðskiptafræði og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja. Þá hefur hann rekið eigið fyrirtæki um árabil og hefur setið í fjölmörgum nefndum og ráðum fyrir Seltjarnarnesbæ.

Gunnar er kvæntur Grétu Maríu Birgisdóttur og eiga þau fjögur börn. Gunnar tekur til starfa í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert