Íslendingur vann 107 milljónir

Einn Íslendingur var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu og vann 107.433.890 krónu. Vinningsmiðinn var keyptur í Vídeómarkaðnum í Hamraborginni í Kópavogi í dag. Þetta er stærsti vinningur í Víkingalottóinu sem hefur komið hingað til lands.

Íslendingurinn heppni deilir fyrsta vinningi upp á samtals 214 milljónir króna með Norðmanni sem einnig var með sex réttar tölur. Samkvæmt frétt á heimasíðu Íslenskrar getspár var fyrsti vinningur tvöfaldur nú því hann gekk ekki út síðast.

Þetta er í fimmtánda skiptið sem fyrsti vinningur í Víkingalottóinu kemur til Íslands og er þetta jafnframt stærsti vinningurinn til þessa, samkvæmt frétt frá Íslenskri getspá.  Vinningsmiðinn er 10 raða sjálfvalsmiði án Jókers sem kostaði 500 krónur og var seldur í dag, miðvikudag. 

„Við óskum þessum heppna vinningshafa innilega til hamingju og biðjum alla sem leið áttu um Videómarkaðinn í dag og versluðu sér Víkingalottómiða að skoða miðann sinn vel,“ segir í frétt frá Íslenskri getspá. 

Annar heppinn íslenskur spilari vann sér inn 2 miljónir í Jóker og keypti sá miðann sinn hjá N1 við Ægissíðu í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert