Fer ekki milljarða fram yfir

Frá hafnarbakkanum þar sem nú rís tónlistar- og ráðstefnuhús
Frá hafnarbakkanum þar sem nú rís tónlistar- og ráðstefnuhús Ragnar Axelsson

Í Morgunblaðinu á þriðjudag var sagt að bygging Tónlistar- og ráðstefnuhússins stefndi 7,9 milljarða fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun Portusar. Austurhöfn-TR, hefur sent Morgunblaðinu athugasemd.

Eftir að upphaflegt tilboð Portusar hafi verið lagt fram, hafi verið ákveðið að stækka húsið. „Það olli kostnaðarauka sem þáverandi eigendur ætluðu að bera og töldu borga sig og hafði engin áhrif á fyrirheit um framlag frá opinberum aðilum. Uppgefin kostnaðartala í umræddri frétt var einungis miðuð við verðlagsþróun hingað til og spá Seðlabankans um verðbólgu til verkloka vorið 2011. Uppgefnar tölur um kostnað voru því eingöngu óbreytt áætlun og ekki rétt að verkið stefni miljarða fram úr áætlun,“ segir í athugasemdinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert