Vilja auka öryggi íbúa í Mosfellsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Mosfellsbær hafa gert með sér samning um aukið öryggi og samvinnu á sviði löggæslu- og forvarnarmála í Mosfellsbæ. Markmið samningsins er að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa og annarra í Mosfellsbæ.

Fram kemur á lögregluvefnum að auka eigi öryggi íbúanna með markvissri samvinnu lögreglu og starfsmanna sveitarfélagsins, sameiginlegri miðlun og greiningu upplýsinga og samvinnu um aukið og skipulagt eftirlit í sveitarfélaginu.

Samningurinn var kynntur á árlegum fundi sem lögreglan átti með lykilfólki í Mosfellsbæ í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert