Sérstakur olíuskattur settur á

Sérstakur orkuskattur verður lagður ofan á bensínverð
Sérstakur orkuskattur verður lagður ofan á bensínverð mbl.is/Golli

Ekki er enn komin endanleg mynd á skattahækkanir ríkisstjórnarinnar sem fór yfir málin í morgun. Fyrirkomulag nýrra orku- og auðlindaskatta er þó óðum að skýrast segir fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon. Sérstakur skattur verður lagður á olíu og bensín. Greint var frá þessu í hádegisfréttum RÚV.

Sérstakur skattur verður lagt að alla notkun jarðefnaeldsneytis, hvort sem svartolíu til skipa, flugvélabensín eða bensín og díselolíu á bíla. Samkvæmt heimildum fréttastofu leggst sá skattur einnig á bensín og díselnotkun einkabíla. Gjaldið á að verða hóflegt, en ekki er upplýst að sinni hversu hátt það verður, samkvæmt RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert