Gagnrýnir sykurskatt

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir harðlega svokallaðan sykurskatt í fréttatilkynningu sem hann hefur sent frá sér.

„Í sumar ákvað ríkisstjórnin að endurvekja gamla vörugjaldskerfið, reyndar með tvöföldum þunga, og leggja gjöld á ýmsar matvörur. Það var gert undir formerkjum lýðheilsu og þess að verið væri að skattleggja óhollustu. Þrátt fyrir hörð mótmæli, ekki síst úr ranni Samtaka iðnaðarins, var ákveðið að fara þessa leið.
 
Það var eins og við manninn mælt að ekki var fyrr búið að leggja skattinn á að í ljós kom að hann var alls enginn sykurskattur eins og stjórnvöld vildu vera láta“ segir Jón Steindór í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert