Torfajökulssvæðið hefur hæst verndargildi

Torfajökull.
Torfajökull. mbl.is/RAX

Torfajökulssvæðið hefur hæst verndargildi af háhitasvæðum landsins samkvæmt niðurstöðu Náttúrufræðistofnunar Íslands en stofnunin hefur lokið umfangsmiklum rannsóknum á náttúrufari og verndargildi háhitasvæða landsins.

Fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar, að þetta sé í fyrsta skipti að aflað er með skipulegum hætti heildstæðum upplýsingum um náttúrufar háhitasvæða, jarðfræði og lífríki, til að meta sérstöðu þeirra í íslenskri náttúru og náttúrufarsleg verðmæti.

Niðurstöður verkefnisins eru birtar í fjórum skýrslum, ásamt fylgigögnum. Í matinu er Torfajökulssvæðið talið hafa hæst verndargildi, en einnig eru Reykjanes, Grændalur, Geysir, Torfajökull/Landmannalaugar, Askja, Leirhnjúkur og Gjástykki og Brennisteinsfjöll talin hafa mikið verndargildi.

Vefu Náttúrufræðistofnunar Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert