Ráðherra boðar kynjakvóta

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra.
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. mbl.is

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að sýni atvinnulífið ekki marktækan árangur í því að breyta kynjahlutföllum í stjórnum fyrirtækja fljótlega upp úr áramótum sé einboðið að setja kvóta til að rétta hlut kvenna. Þetta kom fram í ávarpi hans við setningu norrænnar ráðstefnu um Kyn og völd sem nú stendur yfir í Reykjavík.

Ráðherra lýsti vonbrigðum með að ekki hafi tekist að hafa áhrif til góðs á hlutfall kvenna í stjórnum við endurreisn fyrirtækja, þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum og verklagsreglum þar um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert