Nýtur engra kostakjara

„Mínir viðskiptavinir eiga ekki að þurfa að niðurgreiða vöruverð í verslunum keppinautanna,“ segir Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í Kosti. Verslunin var opnuð sl. laugardag og hafa viðtökur verið góðar.

Kaupmaðurinn segir hins vegar miður að nokkrir birgjar skuli ekki hafa viljað selja Kosti vörur nema á kjörum sem ómögulegt sé að ganga að. Í ákveðnum tilvikum bjóðist vörurnar á verði sem sé allt að 20% hærra en almennt útsöluverð í verslunum sem eru í samkeppni við Kost og segir Jón Gerald ekki koma til greina að ganga að slíkum afarkostum.

Birgjarnir sem hér um ræðir eru, skv. heimildum Morgunblaðsins, meðal annars Frón, Katla, Ora og Góa.

Fjallað er um Kost í nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Þar segir að verðmerkingum í versluninni hafi verið mjög ábótavant þegar könnunin var gerð.

Sjá nánari umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert