Miðað við að neyðarlögin haldi

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra ræddi við blaðamenn við tröppur Stjórnarráðsins í …
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra ræddi við blaðamenn við tröppur Stjórnarráðsins í morgun. mbl.is/Jón Pétur

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir að erfitt og dýrt verði að greiða úr þeirri flækju sem skapast verði neyðarlögunum hnekkt. Stjórnvöld hafi hins vegar ekkert í höndunum sem bendi til þess. Mat lögfræðinga sé að neyðarlögin haldi, en Hæstiréttur mun að lokum skera úr því.

Gylfi segir að frá upphafi hafi legið fyrir að kröfuhafar myndu á einhverjum tímapunkti láta reyna á lagabreytinguna, sem setti innlán í forgang. Hann segir stjórnvöld ekki hafa teiknað upp neina aðgerðaráætlun komi það úr krafsinu að lögunum verði hnekkt. Í ríkisstjórninni geri menn ráð fyrir að þau haldi og út frá því sé unnið.

Gylfi segir að skilningur íslenskra stjórnvalda sé sá að málið verði rekið fyrir íslenskum dómstólum, þ.e. Héraðsdómi Reykjavíkur og síðar Hæstarétti. Hvort niðurstaðan verði í kjölfarið kærð til mannréttindadómstóls Evrópu er annað mál og erfiðara að svara til um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert