Eldur kviknaði í vinnubúðum á Grundartanga

Vinnúskúrarnir skíðloguðu þegar slökkvilið kom á staðinn
Vinnúskúrarnir skíðloguðu þegar slökkvilið kom á staðinn Mynd/Eggert Bergmann

Eldur kom upp í vinnubúðum við Grundartanga laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Lögreglan í Borgarnesi og slökkviliðið á Akranesi fóru á staðinn og voru búðirnar þá alelda. Vinnubúðirnar voru settar upp fyrir starfsmenn Líflands sem byggir á svæðinu en þær voru mannlausar þar sem starfsmenn eru í helgarfríi.

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var eldurinn mikill og eru skemmdirnar töluverðar. Vel gekk eftir sem áður að slökkva eldinn og er slökkvilið nýfarið af svæðinu. Eldsupptök eru enn til rannsóknar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert