Þátttaka í borgarferðum hefur aukist á nýjan leik

Farþegar á Akureyri bíða eftir því að komast um borð …
Farþegar á Akureyri bíða eftir því að komast um borð í þotu Icelandair. mbl.is/skapti

Þátttaka í borgarferðum hefur verið að aukast smátt og smátt eftir hrunið.

„Núna í haust fundum við greinilegan kipp en í september tók þetta ágætlega við sér. Þá fór að bókast í flug í þennan hefðbundna borgarferðatíma í október, nóvember og desember,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Guðjón segir að nú horfi flestir til þess hvar fáist mest fyrir peningana. Bandaríkjadalur hefur verið að veikjast á meðan evran hefur styrkst.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert