Hönnuðir í startholunum

Líkan af nýjum Landspítala
Líkan af nýjum Landspítala mbl.is

„Það er allt í fullum gangi og mikill hugur í öllum sem að þessu koma,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður verkefnisstjórnar um nýjan Landspítala. Stefnt er að því að forval vegna hönnunar byggingarinnar verði auglýst í þessum mánuði.

Reiknað er með að hönnuðir noti tímann í desember og fram yfir áramót til að skila inn forvalsgögnum.

Nýja sjúkrahúsið verður 66 þúsund fermetrar. Áætlaður kostnaður við nýbygginguna er 33 milljarðar, kostnaður við endurbyggingu eldra húsnæðis er áætlaður 11 milljarðar og ráð fyrir því gert að 7-8 milljarðar fari í tækjakaup.

Þegar allt er talið má reikna með að vinnuaflsþörfin verði um 3.000 ársverk. Framkvæmdir hefjast þó ekki fyrr en á síðari hluta ársins 2011. Hönnunarverkin verða að mestu unnin á næsta ári og 2011.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert