Bækur í bland við kjöt

Það vefst ekki fyrir bóksölunum í Bókabúð Máls og menningar hvernig rétt sé að bregðast við bóksölusamkeppni úr matvörugeiranum. Frá og með morgundeginum hyggjast þeir afhenda ávísun á kjöt með ákveðnum bókum sem seljast hjá þeim.

Einar Mar Þórðarson aðstoðarverslunarstjóri segir að með þessu sé verslunin að efna til samkeppni við kjötsalana, sem selja bækur í samkeppni við þá.

Það er þó ekki bara kjötið sem stingur í stúf í bókabúðinni - sjálfur er Einar Mar betur þekktur sem stjórnmálafræðingur en nýverið hætti hann starfi sínu hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að gerast bóksali.

Fylgst er með degi í lífi Einars Mars Þórðarsonar, bóksala, í Sunnudagsmogga helgarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert