Bæjarfulltrúar takast á

Merki Grindavíkur
Merki Grindavíkur

Petrína Baldursdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Grindavík og Garðar Páll Vignisson, fulltrúi Vinstri grænna, takast á vegna myndunar  nýs meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur á vef bæjarfélagsins. Á sunnudagskvöldið var greint frá því að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG hefðu myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórninni en fulltrúar VG hættu stuðningi við fyrri meirihluta Samfylkingar og framsóknar á föstudag.

Petrína segir í pistli sínum að ákvörðun VG um að hætta stuðningi við fyrri meirihluta sé ekki ný ákvörðun heldur snúist um að  tiltekin bæjarfulltrúi var ekki gerður að skólastjóra yfir nýjum skóla. Á Petrína þar við Garðar sem svarar Petrínu einnig í pistli á vef bæjarfélagsins: „Ég er ekki að vinna í bæjarmálunum fyrir mig sjálfan en vil gjarnan hafa áhrif á það hvernig samfélagi ég bý í.
Oddviti B- lista gerir það að tilgátu að ég sé að hefna mín vegna þess að ég fékk ekki skólastjórastöðu. Það er alrangt, hér eru bara hagsmunir bæjarbúa hafðir að leiðarljósi, því lofa ég, enda fyrir löngu búinn að sætta mig við þá staðreynd að fá ekki starfið. Þó situr sú meðferð sem ég fékk í fjölmiðlum og víðar í mér og ekki síður í minni fjölskyldu.

Það var ekki gott andrúmsloftið á Íslandi og alls ekki hliðhollt stjórnmálamönnum þarna í apríl. Oddviti framsóknarmanna lét þá ýmislegt í ljósi við fjölmiðla sem túlkað var af hálfu þeirra sem lásu og heyrðu á mjög neikvæðan hátt. Fjölskylda mín var dregin þannig inn í þetta og það eina sem ég var sekur um var að sækja um starf hjá Grindavíkurbæ og vera talinn hæfur ásamt þremur öðrum.

Þetta er ástæðan fyrir því að ég forðast að eiga samskipti við oddvita framsóknar og hélt mig til hlés í þeim meirihluta þannig að vinnufriður væri," skrifar Garðar Páll í sínum pistli.

Pistill Petrínu Baldursdóttur

Pistill Garðars Páls Vignissonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert