Um 31 þúsund skora á forseta Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Árni Sæberg

Hátt í 31 þúsund manns höfðu í gærkvöldi skráð sig á vef Indefence-hópsins, þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að staðfesta ekki fyrirhuguð lög um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna.

Er þess jafnframt krafist að málið verði borið undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hópurinn heldur einnig úti vefsíðu á Facebook samskiptavefnum og þar hafa um 10 þúsund manns skráð sig.

Indefence telur m.a. að með lögunum um Icesave sé efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar stefnt í hættu. Kynslóðir framtíðarinnar verði skuldsettar um langa framtíð og lífskjör þeirra skerðist.

Sjá nánar www.indefence.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert