Skaðabótamál ríkisins til skoðunar

Hafin er vinna á vegum fjármálaráðuneytisins við að meta hvort unnt sé að hefja og reka skaðabótamál á hendur þeim sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdraganda bankahrunsins. Nær athugunin jafnt til lögaðila sem einstaklinga og er óháð rannsóknum sérstaks saksóknara á refsiverðri háttsemi í aðdraganda hrunsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. 

Þar kemur fram að fjórir lögfræðingar úr fjórum ráðuneytum eru í sérstökum starfshópi vegna verksins og njóta aðstoðar sjálfstætt starfandi sérfræðinga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert