Ók á móti umferð í Svínahrauni

Suðurlandsvegur í Svínahrauni. Bíllinn ók á móti umferðinni öfugu megin …
Suðurlandsvegur í Svínahrauni. Bíllinn ók á móti umferðinni öfugu megin við vírleiðarann.

Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning á áttunda tímanum á fimmtudagskvöld um bíl, sem ekið hefði til vesturs á móti umferð á Suðurlandsvegi í Svínahrauni. Á leiðinni rakst bíllinn utan í annan bíl, sem kom á móti, með þeim afleiðingum að hliðarspegill brotnaði.

Þarna er um að ræða vegarkafla austan við mislægu gatnamótin á Suðurlands- og Þrengslavegi. Ökumaðurinn hefur lent öfugu megin við víraleiðarann sem greinir veginn í aksturstefnur til austurs og vesturs. Því lenti ökumaðurinn öfugu megin við víraleiðarann þar sem hann byrjar á móts við veginn að Hellisheiðarvirkjun og síðan ekið á móti umferðinni alla leið að Litlu kaffistofunni þar sem leiðarinn endar. 

Lögreglan segir, að á löngum kafla sé vegurinn mjór og lítið svigrúm til að mætast.  Ljóst sé að þarna hafi skapast mikil hætta. 

Ekki er vitað um hvaða bíl er að ræða þar sem skráningarnúmer hans náðist ekki. Biður lögregla þá, sem hafi orðið vitni að þessu atviki að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert