Verður héraðsprestur

Sr. Axel Árnason.
Sr. Axel Árnason.

Biskup Íslands hefur kallað séra Axel Árnason, sóknarprest í Stóra-Núpsprestakalli, til að vera héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi frá og með 1. janúar 2010. Frá sama tíma kemur til framkvæmda sameining Hrunaprestakalls og Stóra-Núpsprestakalls, sem samþykkt var á kirkjuþingi í nóvember.

Biskupsstofa segir, að mikil þörf sé á héraðspresti í hinu nýja og víðfeðma Suðurprófastsdæmi. Sé honum ætlað að vera prófasti til stuðnings og aðstoðar, annast skipulagningu og umsjón fræðsluverkefna á vegum prófastsdæmisins og Biskupsstofu og veita afleysingaþjónustu.

Héraðsprestur mun einnig sinna tilteknum verkefnum samkvæmt nánari ákvörðun biskups, svo sem vegna vefþjónustu kirkjunnar og á sviði upplýsingatækni. Séra Axel Árnason hefur verið frumkvöðull í vefmálum kirkjunnar og hefur beitt sér fyrir þróun rafrænnar skýrslugerða presta.

Suðurprófastsdæmi varð til við sameiningu Árnesprófastsdæmis, Skaftafellsprófastsdæmis og Rangárvallaprófastsdæmis, sem samþykkt var á kirkjuþingi í nóvember. Sameiningin kom til framkvæmda 1. desember síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert