Ragnar Þór spyr hvort hann sé næstur

Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson

Ragnar Þór Ingólfsson, veltir því á bloggi sínu fyrir sér hvort hann verði rekinn út stjórn VR. Tilefni skrifa Ragnars er sú ákvörðun stjórnar VR að samþykkja vantraust á Bjarka Steingrímsson varaformann VR.

Ragnar bendir á að Bjarki hafi í ræðu sinni á Austurvelli, sem var tilefni vantraustsyfirlýsingar stjórnvar VR, gert nákvæmlega það sem hann sagðist ætla að gera þegar hann bauð sig fram til stjórnarsetu.

Bendir hann á að þeir Bjarki hafi gagnrýnt verkalýðsforystuna harðlega fyrir að taka ekki afstöðu í mikilvægum hagsmunamálum launþega s.s. verðtryggingu, myntkörfulánum, bílalánum og skattaálögum sem engu hafi skilað nema aukinni kaupmáttarrýrnun og hækkun húsnæðislána.

„Það hlakkar sjálfsagt í verkalýðskóngunum sem náðu góðu höggi á góðan mann í dag. Verði þeim að góðu! Þetta sýnir okkur að við erum á hárréttri braut. Dapurleg framkoma við Bjarka sem hefur sýnt mikinn kjark, þor og frumkvæði,“ skrifar Ragnar Þór m.a. á bloggi sínu.

Blogg Ragnars Þórs Ingólfssonar




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka