Lán frá ESB í athugun

Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.

Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn eru með í athugun hugsanlegt lán frá Evrópusambandinu, sem boðin hafa verið nokkrum ríkjum, sem sótt hafa um aðild að sambandinu, og öðrum nágrannaríkjum.

Þetta kemur m.a. fram í svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá Önnu Margréti Guðjónsdóttur.

Þar segir, að Evrópusambandið hafi boðið nokkrum ríkjum, sem hafa sótt um aðild að sambandinu og öðrum nágrannaríkjum sérstaka lánafyrirgreiðslu sem alla jafna er veitt í tengslum við framkvæmd sérstakra efnahagsáætlana. Lánin hafi einkum verið veitt til ríkja í Austur-Evrópu, landa við Miðjarðarhaf og ríkja á Balkanskaga.

„Rætt hefur verið um að slík lánafyrirgreiðsla standi íslenskum stjórnvöldum til boða og er það mál í athugun í fjármálaráðuneyti og Seðlabanka Íslands," segir í svarinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert