Tryggðu vistmönnum elliheimilis jólatré

Starfsfókið í Hulduhlíð tók sjálft að sér að setja upp …
Starfsfókið í Hulduhlíð tók sjálft að sér að setja upp jólatré á elliheimilinu og skreyta.

Starfskonurnar í Hulduhlíð, Dvalarheimili aldraðra á Eskifirði, ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar þeim var tjáð að ekkert jólatré yrði sett upp við Hulduhlíð í ár. Þær ákváðu að það gengi heldur tóku til sinna ráða til að gera jólalegt eins og hefðin boðar.

Þær biðluðu í kjölfarið til Skógræktar ríkisins sem gaf dvalarheimilinu tré og Byko á Reyðarfirði gaf svo öll jólaljósin sem tréð prýða. Starfskonurnar sáu svo sjálfar um að setja tréð upp í Hulduhlíð með hjálp eiginmanna sinna í sjálfboðavinnu og skreyta það.

Jólatré hefur verið sett upp árlega fyrir jólin í Hulduhlíð síðustu 20 árin vistmönnum til mikillar gleði. Fyrir tilstilli starfskvennanna getur gamla fólkið nú tekið gleði sína að nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert