Vígði kapellu og klaustur

Biskup við vígsluna á Egilsstöðum í dag.
Biskup við vígsluna á Egilsstöðum í dag. Sigurður Aðalsteinsson

Biskup kaþólskra á Íslandi, Peter Bürcher, vígði í dag kapellu og klaustur kaþólskra á Egilsstöðum, í húsi sem áður hýsti apótekið við Lagarás, að viðstöddum kaþólska söfnuðinum á Egilsstöðum.

Biskupinn blessaði húsnæðið sem er á þremur hæðum. Á eftu hæðinni er heimili nunna sem þar munu dvelja, á jarðhæðinni er kapellan og í kjallaranum aðstaða fyrir barnastarfið ásamt öðru kirkjustarfi kaþólskra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert