Ný útlán Íbúðalánasjóðs 29-37 milljarðar króna

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs árið 2010 til fjármögnunar nýrra útlána er 34 – 42 milljarðar króna að nafnverði. Íbúðalánasjóður áætlar að ný útlán sjóðsins verði 29 – 37 milljarðar króna á árinu 2010, sem er nokkur lækkun frá áætlunum ársins 2009. Þar af er gert ráð fyrir að leiguíbúðalán verði 11 – 13 milljarðar króna.

Alls óljóst með næsta ár

„Nokkur óvissa ríkir um útlána- og útgáfuáætlanir fyrir árið 2010 en horfur á fasteignamarkaði hafa tekið talsverðum breytingum frá fyrri árum. Þá ber að geta þess að Íbúðalánasjóður tekur ekki tillit til hugsanlegra kaupa íbúðaveðlána af öðrum fjármálafyrirtækjum í þessum áætlunum og þar með afhendingu íbúðabréfa í tengslum við kaupin, þar sem umfang slíkra kaupa er óljóst fyrir árið 2010.

Nákvæmar tölur um áætluð útlán og útgáfu íbúðabréfa er því ekki hægt að gefa upp. Þannig geta einstaka tölur í útboðum færst á milli ársfjórðunga og veltur það á markaðsaðstæðum hverju sinni, að því er segir í áætlun sjóðsins fyrir árið 2010

Íbúðalánasjóður áætlar að greiða lánardrottnum sínum 61 - 69 milljarða króna árið 2010 og er stærstur hluti þeirra tilkominn vegna afborgana íbúðabréfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert