Leitað að ljótasta jólatrénu

Þetta fallega jólatré væri væntanlega ekki gjaldgengt í keppnina.
Þetta fallega jólatré væri væntanlega ekki gjaldgengt í keppnina. mbl.is/Þorkell

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík leitar nú að ljótasta jólatré landsins. Sá er hýsir ljótasta tréð mun hljóta  flugeldapakka að gjöf frá Flugbjörgunarsveitinni. 

Í tilkynningu frá Flugbjörgunarsveitinni segir, að  stundum verði trén sem virtust vera svo fín úti í skógi, að hreinni hörmung þegar heim í stofu er komið, greinar brotnar af, trénu rústað af nýja hvolpinum, skreytingin misheppnuð eða tréð veður bráðkvatt með tilheyrandi barrfelli og þunglyndum greinum. 

„Það er engin ástæða til þess að láta afspyrnu illa heppnað jólatré eyðileggja alla hátíðisdagana og þess vegna höfum við ákveðið að gefa þeim sem á ljótasta jólatréð í ár veglegan flugeldapakka," segir sveitin. 

Hægt er að setja myndir af jólatrjánum inn á Facebook-síðu Flugbjörgunarsveitanna en þar fer einnig fram kosning um ljótasta tréð. Skilafrestur er til hádegis á gamlársdag.

http://www.facebook.com/group.php?gid=56166041577

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert