Fréttaskýring: Skattur á langveikt fólk

Kona ein sem barðist við krabbamein árin 2002 til 2004 hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu, til endurgreiðslu á tekjuskatti af sjúkdómatryggingu. Mál hennar hefur verið þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur og verður fyrsta fyrirtaka líklega um miðjan janúar. Áður hafa bæði skattstjórinn á Reykjanesi og yfirskattanefnd ákveðið að tryggingaféð sé skattskylt. Konan krefst þess einnig að úrskurður yfirskattanefndar verði felldur úr gildi.

Sjúkdómatrygging er greidd út sem eingreiðsla og hefur lengi verið sett í svipaðan flokk og líftrygging í lögum. Greiðslan hleypur oft á nokkrum milljónum króna og er yfirleitt ekki bundin miklum skilyrðum um hvernig henni er varið. Sumir nota hana til að auðvelda sér að minnka álag í vinnu og aðrir til að gera nauðsynlegar breytingar á húsnæði sínu í kjölfar heilsutjónsins. Nokkur líftryggingafélög, bæði innlend og erlend, hafa selt þessar tryggingar hér á landi.

Um mikla hagsmuni er að ræða. Í minnisblaði sem Samtök fjármálafyrirtækja lögðu fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis fyrir jól kemur fram að um 44.000 tryggingaskírteini af þessu tagi eru í gildi í landinu. Oft eru fleiri en einn og fleiri en tveir tilgreindir á hverju þeirra. Málið varðar því stóran hluta þjóðarinnar. Í sama minnisblaði kemur fram að á hverju ári fá tæplega 100 manns greiddar bætur úr sjúkdómatryggingum og tryggingafélög í SFF, semsagt aðeins þau innlendu, greiða 350 til 400 milljónir króna í slíkar bætur á ári.

Árið 2008 taldi konan tryggingaféð, rúmar fimm milljónir kr., fram sem skattfrjálsar tekjur. Skattstjóri gerði athugasemd við að hún teldi greiðsluna skattfrjálsa. Samþykkti konan að greiða skattinn, tæpar 1,8 milljónir króna, með fyrirvara.

„Þessar tryggingar hafa verið seldar hérna frá árinu 1996. Svona hefur framkvæmdin verið. Tryggingafélögin hafa ekki tekið af þessu staðgreiðslu eins og þau gera með slysa- og sjúkratryggingar og ýmsar aðrar skattskyldar tryggingar. Auðvitað hafa skattyfirvöld vitað af þessum tryggingum,“ segir Hjördís E. Harðardóttir hæstaréttarlögmaður, sem fer með málið fyrir konuna. Málið setji þessa tryggingagrein, eins og hún leggur sig, í talsvert uppnám.

Mismunandi skilgreiningar á sama fyrirbæri

Í lögum um tekjuskatt frá árinu 2003 er tekið fram, í A-lið 7. greinar, að vátryggingafé vegna sjúkdóms teljist til skattskyldra tekna. Í það ákvæði vísa skattayfirvöld í þessu máli. Þ.e. að sjúkdómatryggingar séu „vátryggingafé vegna sjúkdóms“.

Hins vegar er í sömu lögum tekið fram að eignaauki, sem verður til vegna greiðslu líftryggingafjár, teljist ekki til tekna, þegar bæturnar eru greiddar út í einu lagi. Í þetta vísar konan og einnig í það að samkvæmt lögum um vátryggingasamninga frá 2004, segir að „heilsutryggingar án uppsagnarréttar“ teljist til líftrygginga.

Sjúkdómatrygging er yfirleitt án uppsagnarréttar og ætti samkvæmt því, sem líftrygging, að vera skattfrjáls.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sex fengu 100 þúsund krónur

19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
íÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4,...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...