Fréttaskýring: Skattur á langveikt fólk

Kona ein sem barðist við krabbamein árin 2002 til 2004 hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu, til endurgreiðslu á tekjuskatti af sjúkdómatryggingu. Mál hennar hefur verið þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur og verður fyrsta fyrirtaka líklega um miðjan janúar. Áður hafa bæði skattstjórinn á Reykjanesi og yfirskattanefnd ákveðið að tryggingaféð sé skattskylt. Konan krefst þess einnig að úrskurður yfirskattanefndar verði felldur úr gildi.

Sjúkdómatrygging er greidd út sem eingreiðsla og hefur lengi verið sett í svipaðan flokk og líftrygging í lögum. Greiðslan hleypur oft á nokkrum milljónum króna og er yfirleitt ekki bundin miklum skilyrðum um hvernig henni er varið. Sumir nota hana til að auðvelda sér að minnka álag í vinnu og aðrir til að gera nauðsynlegar breytingar á húsnæði sínu í kjölfar heilsutjónsins. Nokkur líftryggingafélög, bæði innlend og erlend, hafa selt þessar tryggingar hér á landi.

Um mikla hagsmuni er að ræða. Í minnisblaði sem Samtök fjármálafyrirtækja lögðu fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis fyrir jól kemur fram að um 44.000 tryggingaskírteini af þessu tagi eru í gildi í landinu. Oft eru fleiri en einn og fleiri en tveir tilgreindir á hverju þeirra. Málið varðar því stóran hluta þjóðarinnar. Í sama minnisblaði kemur fram að á hverju ári fá tæplega 100 manns greiddar bætur úr sjúkdómatryggingum og tryggingafélög í SFF, semsagt aðeins þau innlendu, greiða 350 til 400 milljónir króna í slíkar bætur á ári.

Árið 2008 taldi konan tryggingaféð, rúmar fimm milljónir kr., fram sem skattfrjálsar tekjur. Skattstjóri gerði athugasemd við að hún teldi greiðsluna skattfrjálsa. Samþykkti konan að greiða skattinn, tæpar 1,8 milljónir króna, með fyrirvara.

„Þessar tryggingar hafa verið seldar hérna frá árinu 1996. Svona hefur framkvæmdin verið. Tryggingafélögin hafa ekki tekið af þessu staðgreiðslu eins og þau gera með slysa- og sjúkratryggingar og ýmsar aðrar skattskyldar tryggingar. Auðvitað hafa skattyfirvöld vitað af þessum tryggingum,“ segir Hjördís E. Harðardóttir hæstaréttarlögmaður, sem fer með málið fyrir konuna. Málið setji þessa tryggingagrein, eins og hún leggur sig, í talsvert uppnám.

Mismunandi skilgreiningar á sama fyrirbæri

Í lögum um tekjuskatt frá árinu 2003 er tekið fram, í A-lið 7. greinar, að vátryggingafé vegna sjúkdóms teljist til skattskyldra tekna. Í það ákvæði vísa skattayfirvöld í þessu máli. Þ.e. að sjúkdómatryggingar séu „vátryggingafé vegna sjúkdóms“.

Hins vegar er í sömu lögum tekið fram að eignaauki, sem verður til vegna greiðslu líftryggingafjár, teljist ekki til tekna, þegar bæturnar eru greiddar út í einu lagi. Í þetta vísar konan og einnig í það að samkvæmt lögum um vátryggingasamninga frá 2004, segir að „heilsutryggingar án uppsagnarréttar“ teljist til líftrygginga.

Sjúkdómatrygging er yfirleitt án uppsagnarréttar og ætti samkvæmt því, sem líftrygging, að vera skattfrjáls.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

Í gær, 17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

Í gær, 15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

Í gær, 14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

Í gær, 16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

Í gær, 15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

Í gær, 13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...