Rætt við alla sendiherra og AGS

„Við gerum allt sem við getum til þess að lágmarka skaðlegar afleiðingar af þessari ákvörðun,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann átti mörg samtöl í gær við fulltrúa erlendra ríkja vegna þeirrar stöðu sem upp er komin eftir ákvörðun forsetans.

Utanríkisráðuneytið átti fund með öllum sendiherrum sem staddir eru á Íslandi til að skýra fyrir þeim stöðuna. Haldinn var sérstakur fundur með norrænu sendiherrunum og sömuleiðis hefur verið rætt við fulltrúa Norðurlandanna sérstaklega vegna lánasamninganna. Þá átti Össur samtal við fulltrúa Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í gær.

„Utanríkisráðuneytið notar öll sín tengsl sem eru orðin vel smurð í þessu máli til þess að koma okkar sjónarmiðum sterklega á framfæri og sömuleiðis til þess að reyna að tryggja að þeir samningar sem búið var að gera á milli þjóða til að greiða fyrir efnahaglegri uppbyggingu Íslands gangi eftir. Ég er vongóður en þetta verður bara að koma í ljós,“ sagði Össur.

Hann segist einnig hafa rætt við kollega sína í Evrópu í gær. „Ég tel ekki að þetta muni hafa áhrif á aðildarumsóknina. Ekki síst vegna þess að þegar kemur að marktækum dagsetningum í því ferli er alveg ljóst að þessu máli verður að vera löngu lokið,“ segir hann.

Sjá nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert