Heimilt að veiða 7 þúsund tonn til viðbótar

mbl.is/kristján

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hefur heimilað auknar veiðar úr stofni íslensku sumargotssíldarinnar. Viðbótin sem hann ákvað var 7 þúsund tonn. Þetta magn kemur til viðbótar þeim 40.000 tonnum sem þegar höfðu verið ákveðin.

Tiltekið er í reglugerð að veiðar á þessum 7 þúsund tonna viðbótarúthlutun skuli skipulagðar í samvinnu við Hafrannsóknarstofnunina í því skyni að kanna, með sýnatökum, ástand síldarstofnsins. Þannig þurfa veiði­skip að haga sýnatökum í samráði við Hafrannsóknastofnunina og með þeim hætti sem stofnunin ákveður. Samkvæmt síðustu fréttum er eitt skip haldið til veiða og vonir manna standa til þess að enn megi veiða síldina til manneldis.

Með ákvörðuðum heildarafla upp á 47.000 tonn verður veiðin á yfirstandandi fiskveiðiári u.þ.b.  35% af meðaltali afla fiskveiðiáranna 2005/2006 – 2007/2008, eða vertíðarnar áður en sýkingar varð vart í stofninum. Segja má að þessi veiði sé langt umfram væntingar, en á tímabili í fyrra voru mestar líkur á að engin veiði yrði heimiluð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert