Hollenskir frjálshyggjumenn safna undirskriftum

Íslendingum berst liðsstyrkur úr ýmsum áttum.
Íslendingum berst liðsstyrkur úr ýmsum áttum. mbl.is/Ómar

Um fimm hundruð einstaklingar hafa skráð sig á hollenska vefsíðu þar sem skorað er á hollensk og bresk stjórnvöld að draga til baka þá  kröfu að íslensk þjóð verði látin gjalda fyrir mistök yfirvalda og bankamanna í tengslum við fall Landsbankans.

Það eru hollenskir fjárálshyggjumenn sem halda úti blogginu www.vrijspreker.nl sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni. Þeir segja lagalegan grundvöll krafa Hollendinga og Breta vera veikann. Auk þess sé það ekki siðferðilega verjandi að fólk, sem ekkert hafi með Icesave og Landsbankann að gera, verði látið gjalda fyrir syndir bankans.

Undirskriftarsöfnunin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert